top of page

HEIMA

ÍSLENSKIR ELDMIÐIR
SMIÐJAN AÐ GÖRÐUM

VAR STOFNAÐ ÁRIÐ 2009 OG HEFUR AÐSETUR VIÐ BYGGÐASAFNIÐ AÐ GÖRÐUM Á AKRANESI. ÞAR BYGGÐUM VIÐ STÓRA SMIÐJU ÁRIÐ 2013 OG HEFUR ÞAÐ GJÖRBREYTT ÖLLUM FORSENDUM FÉLAGSINS TIL AÐ VAXA OG DAFNA. SMIÐJAN FELLUR VEL INN Í UMHVERFIÐ VIÐ SAFNASVÆÐIÐ OG ÞAR HÖLDUM VIРREGLULEGA NÁMSKEIÐ OG FÁUM EINNIG TIL OKKAR MEISTARASMIÐI FRÁ ÝMSUM LÖNDUM TIL AÐ EFLA ÞEKKINGU OKKAR OG FÆRNI Í FAGINU.

P1020441.JPG

Í JÚNÍ HVERT ÁR ER HALDIN VEGLEG SMÍÐAHÁTÍÐ. ÞAR KOMUM VIÐ SAMAN, STINGUM SAMAN STEÐJUM, OG EIGUM GÓÐA DAGA SAMAN VIÐ SMÍÐAR OG LAGFÆRINGAR. ENDAHNYKKURINN Á HÁTÍÐINNI ER SVO KEPPNI Í ELDSMÍÐI, EINS KONAR ÓFORMLEGT ÍSLANDSMÓT.

P1020440.JPG
bottom of page