top of page
MEÐ SMIÐJU Í FARANGRINUM

ÞAÐ ER GOTT AÐ LEITA ÚT Á VIÐ ÖÐRU HVORU OG TAKA ÞÁTT Í VIÐBURÐUM OG UPPÁKOMUM. 

SÉRSTAKLEGA SKEMMTILEGT FINNST MÉR AÐ HEIMSÆKJA SKÓLA OG LEYFA NEMENDUM, STÓRUM SEM SMÁUM, AÐ UPPLIFA HANDVERKIÐ OG JAFNVEL PRÓFA AÐ SMÍÐA EITTHVAÐ SMÁLEGT, KRÓK EÐA NAGLA. 

UNDANFARIN ÁR HEF ÉG REGLUBUNDIÐ DÚKKAÐ UPP MEÐ SMIÐJUNA Í HÉR OG ÞAR 

UM LANDIÐ OG MIÐIN OG VONANDI BÆTAST FLEIRI STAÐIR Í SARPINN ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR. HÉR FYRIR NEÐAN ERU NOKKRAR SVIPMYNDIR.

JÓLAMARKAÐURINN VIÐ ELLIÐAVATN

SKÓGARLEIKARNIR Í HEIÐMÖRK

Í FURULUNDI Í HEIÐMÖRK HELDUR SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR ÁRLEGA UPPÁ SKÓGARLEIKANA. Í BOÐI ER FJÖLBREYTT DAGSKRÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA. KEPPT ER Í AXARKASTI OG STAURAKLIFRI OG  KRAKKARNIR TÁLGA Í TRÉ OG FARIÐ ER Í ALLSKONAR SKEMMTILEGA LEIKI .

ÉG SETTI UPP FERÐASMIÐJUNA OG SÝNDI GESTUM HANDVERKIÐ OG HANDTÖKIN VIÐ SMÍÐINA. FYRIR ÁHUGASAMA SMÍÐAÐI ÉG LAUFBLÖÐ OG RISTAÐI GÓMSÆTAR MÖNDLUR MEÐ HUNANGI.

AKKERI 3

JÓLAMARKAÐURIN VIÐ ELLIÐAVATN

AKKERI 2

SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR STENDUR ÁRLEGA FYRIR JÓLAMARKAÐNUM VIÐ ELLIÐAVATN.

ÞAR ER MARGT Í BOÐI UM AÐVENTUNA FYRIR GESTI OG GANGANDI; KAFFIHÚS, SÖNGUR, UPPLESTUR.

FJÖLBREYTT HANDVERK ER FALUR OG ÝMASAR UPPÁKOMUR AÐ HÆTTI JÓLASVEINA SETJA SKEMMTILEGAN SVIP Á UNGA SEM ALDNA.

TÖFRANDI UMHVERFI, JÓLAGARÐUR OG AUÐVITAÐ JÓLATRÉSALA GLEÐUR OG KÆTIR.  

Anchor 1
DALSKÓLI 

ÉG HEIMSÓTTI KRAKKANA Í DALSKÓLA.

VIÐ VORUM MJÖG HEPPIN MEÐ VEÐUR ÞÓ KALT VÆRI, OG ÁTTUM VIРGÓÐA STUND VIÐ SMIÐJUNA ÞAR SEM EINBEITINGIN OG GLEÐIN SKEIN ÚR HVERJU ANDLITI EINS OG MYNDIRNAR SÝNA GLÖGGT.  AÐ ÞVÍ LOKNU VAR LUMMUDEIGINU SNARAÐ FRAM OG ALLIR GÆDDU SÉR Á ELDBÖKUÐUM GÓMSÆTUM LUMMUM Í EFTIRRÉTT.   

BREIÐAGERÐISSKÓLI

ÞAÐ VAR SÉRSTÖK UPPLIFUN FYRIR MIG AÐ HEIMSÆKJA MINN GAMLA SKÓLA,

BREIÐAGERÐISSKÓLA. ÉG VAR NEMANDI ÞAR Á SÍÐMIÐÖLDUM FRÁ 1973-1977 OG MARGT HEFUR BREYST SÍÐAN ÞÁ.

Í ÞETTA SINN VAR ÉG EKKI SENDUR TIL SKÓLASTJÓRANS Í YFIRHALNING, HELDUR FÉKK ÉG FRJÁLSAR HELDUR OG KOM MÉR FYRIR Í LUNDI BAKVIÐ SKÓLANN.

FJÖLDI BARNA KOM Í HEIMSÓKN TIL MÍN OG FÉKK LEIÐSÖGN YFIR HANDVERK ÁHÖLD OG HRÁEFNI SEM VAR TIL SÝNIS. AÐ ÞVÍ LOKNU FENGU ÞAU STUTTA EN HNITMIÐAÐA TILSÖGN Í ELDSMÍÐI.

AKKERI 4
bottom of page